„1984“ er komið aftur

Punktar

Líklega árið 1954 náði ég í skáldsöguna „1984“ eftir George Orwell í þýðingu Thorolfs Smith og Hersteins Pálssonar. Sagan hafði sterk áhrif á mig, stuðlaði að miðlægri hugsun. Varð frábitinn „newspeak“ hvers kyns isma og Sovétríkjunum, sem voru helzta fyrirmynd hryllingsheims Orwells. Síðan hef ég verið frábitinn ídeólógíum. Bókin hefur lengi verið uppseld og kemur núna út í nýrri þýðingu Þórdísar Bachmann, sem mér virðist ágæt. Vonandi kemst ungt fólk í tæri við þá bók, sem er til þess fallin að slá á hugsjónakerfi. Leiða ætíð til ills. Nú er „newspeak“ úr „1984“ aftur á uppleið, að minnsta kosti hjá ríkisstjórn okkar.