25% duga ekki

Punktar

Álitsgjafar virðast sammála um, að Píratar verði stærsti flokkur kosninganna, Aðeins hærri en Sjálfstæðisflokkurinn, hvor tveggja nálægt 25%. En er ekki nóg. Hætta er á, að þjófaflokkurinn geti náð meirihluta með samstarfi við Framsókn og Viðreisn. Píratar þurfa helzt að fá 30% til að hafa skýra forustu í stjórn. Þurfa samt að semja við tvo aðra flokka um nýju stjórnarskrána, uppboð á kvóta, björgun heilsu og velferðar. Sennilega dugar að afgreiða kvótann, heilsuna og velferðina með breytingum á fjárlagafrumvarpi fyrir 2017. Þá væri út fyrir sig hægt að hafa þingið stutt, ef meirihluti er um þá leið. En mikið þarf samt að díla.