Nú þarf að klippa saman

Fjölmiðlun

Vonandi gera fréttastofur sjónvarpsstöðva það, sem þær gera bezt. Draga upp úr safni ummæli borgarfulltrúa og forsætisráðherra síðasta árið. Klippa saman ummæli frá ýmsum mánuðum. Sýna pólitíkusa stökkva úr einni skoðuninni í aðra og aftur til baka. Láta kjósendur sjá, hversu rotnir ráðamenn eru inni við beinið. Dagblöð geta birt orð manna, en áhrifamáttur sama efnis er margfaldur í sjónvarpi. Þar sjá áhorfendur andlit landsfeðra og borgarfeðra og sjá andlitin ljúga út í eitt. Ekkert fær kjósendur betur til að skilja, að þeir hafa endalaust verið hafðir að fífli. Af siðlausum pólitíkusum.