Kínastjórn tilgreindi þrjú afskekkt svæði í Peking, þar sem mótmæla má. Enginn hefur mótmælt á þessum svæðum. Þeir, sem sækja um, eru umsvifalaust teknir úr umferð. Kerfið prófaði einn þekktasti álitsgjafi heims, Nicholas D. Kristof hjá New York Times. Hugðist mótmæla niðurrifi gamalla húsa í Peking. Fór á leyfaskrifstofuna og var þar leiddur um flókið Kafka-kerfi. Niðurstaðan var, að hann mátti ekki mótmæla, hann gafst upp. Þannig er Kína í dag, þykist fara eftir leikreglum, en hunzar þær. Voru skelfileg mistök Alþjóða olympíunefndarinnar að leyfa leika í mesta gerræðisríki heimsins.