Mega kaupa sig fram fyrir

Punktar

Evrópska efnahagssvæðið gerir ráð fyrir, að fók geti keypt sig fram fyrir á biðlistum. Það geti keypt einkaþjónustu og fengið endurgreiddan þann hlut kostnaðarins, sem annars félli á ríkið. Þetta stríðir gegn jafnréttishugsun lýðræðisins, en er eigi að síður staðreynd. Nú er verið að höfða mál gegn ríkinu til innheimtu á finnskum kostnaði við lagfæringu á mjöðm. Á því sviði er langur biðlisti hér á landi. Vinnist þetta mál, má búast við, að fleiri streymi til útlanda í slíkar aðgerðir. Eina leiðin til að viðhalda hugsjón jafnréttis er þá að afnema biðlista eftir aðgerðum hjá ríkinu.