Í gær varaði ég sem oftar við verkfræðingum. Drullumöllurum, sem hafa engan skilning á raunverulegum verðmætum. Oft hef ég tekið dæmi um verkfræðinga orkuvera, einkum Orkuveitu Reykjavíkur. Nú er komið í ljós, að æðibunan er kennd við Háskóla Íslands. Prófessor emeritus Björn Kristinsson vill þurrka upp Skerjafjörð og búa til byggingasvæði frá Seltjarnarnesi til Álftaness. Fáránleg hugmynd hans í Fréttablaðinu í gær sýnir sjúka hugsun doktora í drullu. Skipulagsfræðingurinn Sigríður Kristjánsdóttir við Hvanneyrarskóla tekur í greininni undir bullið. Telur þetta fólk sig búa í Hollandi?