Græddu stuðning – töpuðu fé

Punktar

Skoðanakönnun sýnir 80% Kínverja telja olympíuleikana hafa sýnt, að Kína sé á réttri leið. 93% telja þá bæta ímynd ríkisins. Betra getur það ekki orðið fyrir harðstjórn landsins. Hins vegar borguðu leikarnir sig engan veginn fjárhagslega. Stórfé fór í að loka flestum iðjuverum svæðisins til að draga úr mengun á tíma leikanna. Ferðamenn voru ekki fleiri en í venjulegu árferði. Og fyrri olympíuleikar hafa ekki sýnt nein langtímaáhrif á ferðamannastraum. Mikið af mannvirkjum leikanna nýtist ekki í annað. Þótt leikarnir hafi styrkt stöðu stjórnvalda, hafa þeir ekki gert þau ríkari.