Rómanska Ameríka er að ýmsu leyti í sömu stöðu og Evrópa var fyrir tveimur öldum. Í Bólivíu er meirihluti þjóðarinnar undir fátæktarmörkum og þriðji hluti býr við sult. Ríku fjölskyldurnar eiga 90% af ræktunarlandi og sýna enga samúð með þeim, sem minna mega sín. Dökkt fólk hefur brot af tekjum ljósa fólksins og minna en hálfa menntun þeirra. Miklar olíulindir hafa fundizt. Umbótastjórn Evo Morales reynir að dreifa olíutekjum til sveltandi fólks. Mætir harðri andstöðu ljósra fasista, sem rísa gegn rétt kjörnum forseta. Studdir af Bush. Borgarastríð góðs og ills er hafið í Bólivíu.