Leppstjórn sjíta í Írak hefur lagt fé til höfuðs forustumanna vígasveita súnníta á launum bandarískra hernámsliðsins. Leppstjórnin vill ekki, að óviðráðanlegar vígasveitir trufli gangverk ríkisvaldsins. Hernámsliðið vill hins vegar hafa vígreifa súnníta í liði með sér. Óttast, að annars falli þeir í faðm Al Kaída hryðjuverkasamtaka. Leppstjórnin vill hins vegar alls ekki fá þessa vígamenn í her sinn. Nassir Al-Hiti herforingi segir þá vera krabbamein, sem þurfi að fjarlægja. Írakska ruglið er því komið á það lokastig, að óbeint stríð er risið milli leppstjórnar og hernámsliðs.