Gælt við útrásarvíkingana

Punktar

Brýnt er að koma ríkisstjórninni frá með góðu eða illu. Hún freistast til að taka á bankana skuldir útrásarvíkinga. Þær skuldir lenda svo á ríkinu og skattgreiðendum. Milestone var komið vel á veg, þegar bloggið áttaði sig og skaut í kaf. Mikilvægt er, að það mál gangi allt til baka. Útrásarvíkingum verði ekki falið að reka gjaldþrota fyrirtæki sín og ekki gefinn kostur á hlutafé í þeim. Sama gildir auðvitað líka um sjávarútveginn. Hann á að fá að rúlla í friði og kvótinn á að falla ríkinu í skaut. Af sviptingum Kaupþings má ráða, að bankastjórnendur og skilanefndir eru að villast í slíkum efnum