Nenna ekki að telja

Punktar

Fjölmiðlar segja okkur ekki, hversu margir eru á hinum og þessum útifundum. Ruv.is sagði okkur áðan frá andófsfundinum á Austurvelli. Þar stóð: “Taldist … Herði Torfasyni til, að um 4-5000 manns hefðu verið á svæðinu, en lögregla áætlaði að um 1500 manns hefðu verið viðstödd.” Töluverður munur er á 1500 og 5000 manns. Af hverju manna fjölmiðlar sig ekki upp í að telja sjálfir? Það er einfaldasta hlutverk þeirra. Af aumingjaskap segja þeir pass, firra sig ábyrgð, vísa í tölur málsaðila. Okkur skiptir máli, hver talan ER, ekki hver löggan eða Hörður segja hana vera. Léleg fréttamennska.