“Þær hafa nægar verið”, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ráðherra í frétt ríkissjónvarpsins í kvöld. Var að tala um ástæður stjórnarslita. Nægar ástæður eru til stjórnarslita að hennar mati. Þá er orðið skýrt, sem áður var í hálfkveðnum vísum. Stjórnarsamstarfið gengur ekki lengur. Það hangir á bláþræði og því verður væntanlega slitið senn. Verða þá þingkosningar í vor. Bilið má brúa með valdalausri stjórn skriffinna. Hún hefur kannski manndóm til að koma hreint fram við fólk, sem stjórnar-skoffín Geirs Haarde hefur ekki. Önnur eins hryggðarmynd hefur ekki sézt í stjórnmálasögu lýðveldisins.