Ný stjórn með nýju trausti

Punktar

Við þurfum kosningar sem allra fyrst. Ekki vegna úrslitanna, heldur vegna uppgjörsins. Ef sömu flokkar bjóða fram og sömu flokkar fá áfram meirihluta fylgis, er það niðurstaða. Þjóðin hefur þá talað og hvítþvegið landsfeðurna. Þá er það mál búið og hægt að fara að byggja upp. Ef þjóðin vill fá sömu landsfeður áfram, þá fær hún sína landsfeður áfram. Ekki er hægt að hafa hér miklu betri stjórn en þjóðin á skilið. Núverandi stjórn hefur hins vegar misst allt traust. Meðan þjóðin framleiðir ekki nýja stjórn með nýju trausti er hér allt í steik. Því þarf að flýta kosningum, hver sem útkoman verður