Sjálfstæðisflokkurinn í fyrri ríkisstjórn vildi lög um breyttan seðlabanka, svo hægt væri að skipta út bankastjórunum. Sömu lög og nýja stjórnin vill fá samþykkt á Alþingi. Mogginn er á sama máli. Segir: “Seðlabanki Íslands nýtur ekki trausts, hvorki innanlands né utan.” Og: “Formaður bankastjórnar Seðlabankans, Davíð Oddsson, hefur iðulega hleypt öllu í bál og brand með ummælum sínum, í stað þess að lægja öldur og stuðla að stöðugleika eins og seðlabankastjórar eiga að gera.” Ég hef enga trú á, að hugur fylgi máli í spánnýrri andstöðu nokkurra frjálshyggju-þingmanna við Seðlabankafrumvarpið.