Fáokun af völdum auðkýfinga er ekki að drepa frjálsa fjölmiðlun. Hún sligast undir vondri stjórn, breytingum í tækni og efnahag, veraldarvefnum. Dagblöð tapa áskrifendum og auglýsingum og það drepur þau. Sjónvarp tapar líka áskrifendum og auglýsingum, nema það geti skattlagt fólk. Ekki er komið í veg fyrir valdþjöppun með því að hindra samkeyrslu Fréttablaðsins og Moggans. Það eina, sem skaðast, er geta hefðbundinna fjölmiðla til að birta alvörufréttir í samkeppni við ríkið. Fjölmiðlar eru svo illa á vegi staddir, að fáokun auðkýfinga er ekki hættulegasta vandamál fjölmiðlunar.