Persónuval og greindarvísitala

Punktar

Persónuval er fín endurbót á alþingiskosningum. Flestir kjósendur telja það efla möguleika sína til að hafa áhrif. Undantekningar eru þó, einkum í Sjálfstæðisflokknum. Þar er mikið af fólki, sem vill ekki láta flækja mál fyrir sér, vill bara merkja við D-ið. Telur ekki í sínum verkahring að hafa afskipti af vali manna. Flokkurinn neyðist til að taka tillit til heimskra kjósenda sinna, mun því verða andvígur þessu ákvæði. Ef það verður samþykkt, getur flokkurinn neitað að nota sér möguleika þess. Það verður tilefni kaldrifjaðrar gamansemi um meðaltalið á greindarvísitölu kjósenda hans.