Ítrekuð mistök Ingibjargar

Punktar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er ekki farsæl. Hún er sterkur leiðtogi, sem hefur hvað eftir annað tekið rangar ákvarðanir. Leiddi Samfylkinguna inn í Blair-isma, brezka frjálshyggju með ívafi af fasisma. Tók upp samstarf við misheppnaðan Sjálfstæðisflokk. Gekk berserksgang um heiminn til að komast í Öryggisráðið. Hlustaði ekki í apríl á aðvaranir Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og norrænu seðlabankana. Með Geir Haarde stýrði hún þjóðinni út í hrunið. Hún hélt mánuðum saman dauðahaldi í ríkisstjórn, sem nú er orðin alræmd fyrir verkkvíða. Hún er sterkur, en engan veginn farsæll kafteinn.