Ríkisstjórnin er á hálum ís. Hún fæst ekki til að staðfesta kjördaginn í lok apríl, sem bendir til óhreins mjöls í pokahorninu. Hún þykist vera með tugi mála, sem hún þurfi að leggja fyrir þingið. Eins og hún viti ekki, að hún er minnihlutastjórn, sem þarf að semja við aðra um hvert einasta mál. Hún er komin í rugl, sem getur reynzt henni skeinuhætt. Hún þarf að átta sig á, að hún getur bara náð fram fjórum-fimm málum. Hin verða verkefni næstu stjórnar eftir kosningar. Hún þarf að semja við Framsókn um þessi fjögur-fimm mál. Og hún þarf á sama tíma að verjast firru Framsóknar um 20% afslátt af skuldum.