Samskipti við aðra heima

Punktar

Samuel Huntington, stjórnmálafræðingur og rithöfundur, er frægastur fyrir bókina Clash Of Civilizations, sem kom út 1996. Hann heldur fram, að 21sta öldin muni einkennast af baráttu milli menningarheima. Einkum milli ríkja kristinna og múslima. Öfugt við Francis Fukuyama, sem skrifaði bókina End of History árið 1992. Fukuyama telur, að vestræn menning hafi sigrað aðra menningarheima og ráði framtíð mannkyns. Síðan hafa atburðir leitt í ljós, að Huntington hafði rétt fyrir sér. Vestræn menning er bara ein af nokkrum. Hún á í miklum erfiðleikum í samskiptum við aðra menningarheima.