Evra eða ekki evra

Punktar

Lélegt haldreipi er í Kenneth Rogoff, sem segir evru mundu hafa reynzt okkur illa í hruninu. Hann bætir þó við, að evran hefði getað komið í veg fyrir hrunið. Þar með er ekki eftir miklu að slægjast fyrir evruandstæðinga. Ég hef ekki heyrt annað en, að tilvist evrunnar á Íslandi hefði getað hindrað hrunið. Margir fræðingar hafa sagt það. Hitt er svo flóknari hugsun, að evran hefði verið vond í hruninu, ef það hefði átt sér stað þrátt fyrir evru. Ég held, að allt þetta þýði á íslenzku, að við hefðum átt að vera búnir að taka upp evru fyrir löngu. Nú er það hins vegar ótímabært.