Systir mín gaf mér mannasiðabókina Esquire Etiquette, er ég varð átján. Þar var gnægð gagnlegra upplýsinga um, hversu langt líningar ættu að standa fram úr jakka í kjólfötum. Kafli var um framgöngu í hanastélum. Ég átti að koma þremur kortérum of seint, vera í hálftíma og fara þremur kortérum fyrir boðslok. Einn hring átti ég að fara réttsælis um salinn á hálftímanum til að hitta alla, sem máli skiptu. Sem betur fer lásu ekki aðrir bókina, þá hefðu hanastélin orðið skrítin. Síðar lærði ég viðbótarreglu um hljóðnema-afmæli. Skrifa nafnið í gestabók og fara síðan, áður en ræður hefjast. Frábær regla.