Gunnar Páll Pálsson bankagreifi var felldur í kosningu til formanns VR, varð neðstur þriggja frambjóðenda. Það er frábært. Sýnir, að almenningur er ekki búinn að segja sitt síðasta orð í kröfunni um nýtt Ísland. Vegna kosninganna þóttist Lífeyrissjóður verzlunarmanna geta boðið eigendum lífeyris óbreyttar greiðslur á þessu ári. Þannig átti að fresta vondum fréttum fram yfir kosningar. Það tókst ekki. Fáránleg fjárfestingarstefna sjóðs og félags er flestum ljós. Þess vegna féll Gunnar Páll. Nú missir hann ýmsar sporzlur og lúxusbíl að auki. Það er sanngjarnt, hann er eitt af táknum græðgi og hruns.