Blair-istar kasta Jóhönnu

Punktar

Hver samfylkingar-þingmaðurinn á fætur öðrum talar sig út úr samstarfi við Vinstri græna. Fyrstur var Björgvin Sigurðsson og nú er það Ágúst Ólafur Ágústsson. Hann sagði í dag, að Samfylkingin ætti að gera aðild að Evrópu að skilyrði fyrir samstarfi eftir kosningar. Líklegra er, að Flokkurinn mikli uppfylli það skilyrði en Vinstri grænir. Mikilvægt er, að þetta sjónarmið skuli koma fram strax. Það segir okkur, að eftir kosningarnar í vor verður ekki samið um stjórn á félagslegum nótum. Það verður samið um stjórn á nótum Evrópusambandsins. Blair-istarnir ætla að kasta Jóhönnu við fyrsta tækifæri.