Í stórum dráttum staðfestu prófkjörin traust kjósenda hrunflokkanna á þeim vanhæfu, sem stóðu vaktina í hruninu. Með fáum frávikum fengu þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðis og Samfylkingar glæsta útkomu. Samfylkingin er heldur álbræðsluvænni og minna vistvæn en hún var, þegar Íslandshreyfingin gekk til liðs við hana. Sigurvegarar prófkjöranna voru flestir frjálshyggnir fram yfir hrunið. Ég mundi treysta þeim illa, en kjósendur flokksins eru sáttir við þá. Hræddur er ég um, að væntanlegir samstarfsaðilar eftir kosningar þurfi fljótt að krefjast afgerandi yfirlýsinga Samfylkingar um samstarf.