Vond hagfræði spillir

Punktar

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hagar sér eins og innheimtustofnun kröfuhafa, þótt hann eigi ekki að gera það. En þannig hefur hann hagað sér um allan heim, tekur hagsmuni kröfuhafa fram yfir allt annað. Sjóðurinn einblínir líka á háa vexti og niðurskurð ríkisútgjalda, úrelta hagfræði. Ekkert af auðríkjunum tuttugu beitir slíkri hagfræði. Öll þessi ríki hafa forvexti við núllið. Öll þessi ríki hamast við að magna útgjöld langt umfram tekjur til að gefa innspýtingu í atvinnu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn meinar okkur að gera slíkt hið sama. Hann rekur vonda hagfræði, sem kemur niður á okkur.