Samfylkingin staðin að lygi

Punktar

Visir.is skúbbaði megafrétt um, að Samfylkingin laug um stóru framlögin til flokksins árið 2006. Atlantsolía hefur staðfest að hafa greitt flokknum tvær milljónir króna. Flokkurinn tuldrar um, að önnur stofnun flokksins hafi tekið við peningunum en sú, sem áður var talað um. Það eru náttúrlega bara undanbrögð. Samfylkingin notar tækifærið, þegar flokkarnir reyna að gera hreint fyrir sínum dyrum. Nákvæmlega á því andartaki reynir hún að ljúga sig út úr stórstyrkjunum. Að mínu viti er þessi lygi Samfylkingarinnar stærri frétt en ofurstyrkirnir til Sjálfstæðisflokksins. Sýnir gerspillt hugarfar.