Stéttaskipting margfaldaðist 1993-2007. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins breytti sköttum og reglugerðum í þágu ríkra á kostnað fátækra. Lækkuðu fjármagnstekjuskatt og breyttu skattleysismörkum. Þetta sogaði fjármagn til hinna ríkustu. Ríkasta prósentið fékk 4% allra tekna árið 1993, en 20% allra tekna árið 2007. Auðjöfrar fimmfölduðu hlut sinn í heildartekjum. Var tímabil frjálshyggju í ríkisrekstri og græðgisvæðingar í einkarekstri. Kárahnjúkabólan varð svo sápukúla sveiflunnar, hóf skriðuna 2002, sem hrundi 2007. Og þið vitið öll, að þjóðin er nánast gjaldþrota.