Kjölfesta stjórnmálanna

Punktar

Þótt Samfylkingin hafi ekki unnið kosningasigur í samanburði við 2003, hefur hún samt sterka stöðu. Vegna hruns Sjálfstæðisflokksins er hún kjölfesta íslenzkra stjórnmála, svo notað sé gjaldþrota orð úr útrásinni. Sem eins konar kjölfestu-fjárfestir getur Samfylkingin leitað samstarfs við flokka, sem sættast á Evrópustefnu hennar. Hún getur boðið ráðherrastóla. En hún getur ekki falið þá staðreynd, að sjö af hverjum tíu kjósendum eru meira eða minna andvígir Evrópustefnu hennar. Kjölfestu-fjárfestirinn kemst ekki yfir þann þröskuld í þjóðaratkvæðagreiðslunni, sem bíður við brautarendann.