Fótapláss á vefnum

Ferðir

Hafið þið skoðað seatguru.com? Þar eru sýnd kort af sætaskipan í flugvélum margra flugfélaga, þar á meðal Icelandair. Góð sæti með fótaplássi eru merkt græn og rauð með vondu fótaplássi. Í Boeing 757-300 vélum Icelandair eru flest sæti hvít, sem þýðir meðallag. Vond eru öftustu sæti framan við eldhús eða salerni, þeim er ekki hægt að halla aftur. Góð eru sæti við aftanverðan öryggisútgang, þar er fótapláss. Hliðstæðar upplýsingar eru ekki á þessum vef um Boeing 737-700 vélar Iceland Express. Mín reynsla er sú, að fótapláss sé þar heldur skárra en hjá Icelandair, en samt ekki forsvaranlegt.