Við bítum í það súra epli, að stuðningur fólks við Evrópuaðild er lítill og fer minnkandi. Skoðanakannanir sýna, að mikill meirihluti er andvígur aðild. Meira að segja er meirihluti andvígur viðræðum við Evrópusambandið. Þetta er ekki góður jarðvegur fyrir þrýsting á aðild. Samfylkingin ein fer ekki með þjóðina inn í sambandið. Til þess þarf hún stuðning annarra flokka, sem ekki liggur á lausu. Ekki hjálpar talsmáti kommissara sambandsins. Í hvert sinn sem Olli Rehn stækkunarstjóri opnar munninn hrynur fylgið af Evrópuaðild. Þetta endar allt með skelfingu í þjóðaratkvæði. Síðan verður tíu ára hlé.