Kröfur Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um aukinn niðurskurð velferðar eru út úr kú. Engin stjórnvöld geta staðið að slíkum niðurskurði, enda gera helztu ríki sjóðsins það ekki. Bretland og Bandaríkin halda úti feiknarlegum ríkishalla til að hamla gegn kreppunni. Ef sjóðurinn heldur hinni ömurlegu stefnu til streitu, þarf að grípa til varna. Núna neitar hann að afgreiða næsta lánaskref til Seðlabankans unz meira verði þjarmað að þeim, sem miður mega sín. Þessa firrtu kröfu þarf að auglýsa sem og önnur hneyksli í kröfum sjóðsins. Við þurfum að sýna þennan frjálshyggjusjóð í réttu ljósi.