Baldur Þórhallsson prófessor segir Samfylkinguna vera flokk fyrirtækja og launafólks í senn. Flestir aðilar samtaka atvinnulífs og Alþýðusambands eru á einu máli um Evrópusambandið. Sama sinnis og Samfylkingin. Þannig er eins konar þjóðarsátt umhverfis Samfylkinguna. Að vísu fylgir böggull skammrifi. Þetta er bandalag hagsmunaaðila. Þjóðin er ekki aðili að þjóðarsáttinni. Alþýðusambandið er orðið samloka við atvinnulífið og gætir ekki hagsmuna þjóðarinnar. Hún púar og baular á forseta Alþýðusambandsins. Þjóðin hyggst kolfella Evrópusambandið, þegar þríeykið kemur með samninginn á silfurfati.