Nýfenginn heiðarleiki

Punktar

Björgólfur Guðmundsson segist vilja vera heiðarlegur. Ég efast ekki um, að það sé rétt. Hins vegar hefur hann verið óheiðarlegur í fortíðinni, það sem ég hef séð til hans. Hann hefur ginið yfir útgáfufyrirtækjum til að stýra efni, til dæmis ritskoða bækur. Í fjölmiðlabransanum voru áhrif hans eitruð, einkum í bókaforlaginu Eddu. Hann hefur lagt mikla áherzlu á að fegra feril sinn. Í hausthruninu komu út tvær bækur til að fegra Hafskip, báðar á vegum Björgólfs. Hann er dæmi um mann, sem hefur ítrekað reynt að misnota aðstöðu sína og tekizt það. Gott er, að hann gerist loks heiðarlegur á gamals aldri.