Skilanefnd Landsbankans þurrkar fingraför sín af Byrs-málinu, meðan stjórn landsins dansar menúett á Akureyri. Skilanefndin kennir starfsfólkinu um svindlið til að fría Lárus Finnbogason formann af því. Greinilegt er, að skilanefndin hefur múrað fyrir dyr og glugga til að bjarga því, sem bjargað verður. Öll fór hreingerningin í gang, þegar Stöð 2 birti fréttina af sölu bréfa í Byr, sem aðrir nefndarmenn könnuðust ekki við. Greinilegt er, að nefndin ætlar að sleppa með kattarþvott. Hún hyggst láta eins og ekkert hafi gerzt. Og ríkisstjórnin lætur vinnubrögð græðgisvæðingarinnar viðgangast.