Nýtt andlit eftir kosningar

Punktar

Stjórnarflokkarnir hafa eftir kosningar misst áhugann á ýmsum umbótum. Þeir vilja ekki lengur uppræta spillingu. Samanber áhugaleysið á spillingunni í skilanefnd Landsbankans og Fjármálaeftirlitinu. Græðgisvæðingin lifir því enn góðu lífi í stjórnkerfinu. Stjórnarflokkarnir vilja ekki lengur knýja fram stjórnlagaþing. Nú tala þeir bara um ráðgefandi stjórnlagaþing rétt eins og Sjálfstæðisflokkurinn gerði fyrir kosningar. Stjórnarflokkarnir hafa engan áhuga lengur á að opna ýmis gögn fyrir almenningi. Fyrir kosningar lofuðu þeir að birta gögn um bankahrunið, en nú hafa þeir steingleymt slíku.