Óholl neytendasamtök

Punktar

Neytendasamtök hafa ályktað gegn sykurtolli, telja hann auka útgjöld fólks. Ályktunin er sjálfvirkt viðbragð stofnunar, þar sem lítið er hugsað. Sykur er ekki bara neyzluvara, heldur einnig fíkniefni, sem eykur tannskemmdir, sykursýki og fjölda annarra sjúkdóma. Neytendasamtökin hafa ekki vakið athygli í vetur fyrir samstöðu með almenningi í hremmingum hans. Dapurt er, að samtökin skuli vakna til lífsins, þegar talað er um aðgerðir í þágu heilsunnar. Neytendasamtökin hafa lagt lóð sitt á vogarskál tannskemmda, sykursýki og fjölda annarra sjúkdóma. Við tökum því lítið mark á samtökunum.