Gaman er, að íslenzkur söngur og íslenzk söngkona náðu öðru sæti í keppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þrátt fyrir bláu gardínuafgangana, svo notað sé orðalag Sverris Stormskers. Alþýðutónlist er líklega það eina, sem sameinar sundurleita álfu. Tónlistarsmekkur er ótrúlega svipaður um alla álfuna. Fallegt var, að Bretar og Hollendingar gáfu Íslandi fullt af stigum. Þótt þar í löndum séu ýmsir sárir út í Ísland vegna IceSave og annarra glæfra. Annað sætið spilar þannig pólitíska rullu. Og þarf ekki Evrópusambandið að taka sig á og smíða áætlun um betri útkomu sinna landa í þessari keppni?