Brennuvargar dansa villt

Punktar

Hrunverjar hafa Alþingi í gíslingu, þótt þeir hafi þar ekki meirihluta. Nota sér linan forseta, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, sem hefur misst stjórn á málum. Þeir leggjast í lagatækni, búa sér til ímyndaðar reglur um þingsköp. Eru búnir að draga IceSave á langinn í meira en hálft ár. Þetta er orðið að algerum skrípaleik. Brennuvargarnir dansa villt og brunaliðið kemst ekki að fyrir þeim. Engin leið er að koma vitinu fyrir hrunverja, sem hafa komið þjóðinni í keng. Þeir röfla bara út í eitt, gersamlega veruleikafirrtir. Nú verður þessu að linna. Alþingi er orðið þjóðinni til varanlegrar vansæmdar.