Tíu reglur Jónasar um ofát

Veitingar

1. Eðlilegt er að vera svangur; jafngildir ekki heimsendi. 2. Borðaðu alls ekkert milli mála; síát á snakki er ávísun á vandræði. 3. Fáðu þér ekki aftur á diskinn; hættu að borða áður en þú verður saddur. 4. Forðastu sykur, hvítahveiti og þrautunnin efni, sem magna svengd. 5. Borðaðu hefðbundinn mat frekar en snakk, sælgæti, gos, kökur, kex, brauð. 6. Borðaðu fjölbreyttan mat fremur en fæðubótarefni og gervimat. 7. Forðastu djúpsteikt. 8. Hugsaðu um eitthvað annað en mat, farðu út að ganga. 9. Fáðu þér fljúgandi start á Heilsustofnuninni í Hveragerði og svindlaðu ekki á kerfinu þar. 10. Gakktu í Overeaters Anonymous eða Food Addicts Anonymous.