Eftir heils árs undanbrögð hefur Ragna Árnadóttir dómsmála-fasisti dregizt til að leyfa Nour-aldin Al-azzawi frá Írak landvist. Var neydd til að lofa því í ríkisstjórn fyrir ári og ætlaði að svíkja það. Nour er pólitískur flóttamaður og hefur ekkert gert af sér. Ráðuneyti hennar hatar hann hins vegar eins og aðra hælisleitendur. Sama er að segja um Útlendingastofnun, sem er þungamiðja íslenzkrar mannvonzku. Þrátt fyrir loforðið sendi Ragna Nour á götuna í Grikklandi, þar sem hælisleitendur eru ofsóttir. Neitaði að veita honum atvinnuleyfi og ginnti hann til að afsala sér hæli. Óþolandi.