Óskar Nafnleyndar með skilaboð

Punktar

Ásmundur Einar Daðason er einn mesti furðufugl Alþingis og er þá mikið sagt. Segir þingmenn hafa sætt hótunum í símaskilaboðum. Þeir áttu að styðja umsókn um aðild að Evrópusambandinu eða hafa ella verra af. Getur þó ekki dregið fram neitt einasta skilaboð því til staðfestingar. Í öllum skilaboðum kemur fram, hvaða símanúmer sendir. Dylgjur að hætti Ásmundar verða þá fyrst einhvers virði, að nöfn komi í ljós. Hver er að hóta alþingismönnum? Við þurfum að fá að vita það. Meðan það er ekki upplýst, verða dylgjur hans að skoðast ósannindi. Ásmundur hefur ítrekað vakið athygli fyrir fleipur.