Frábær aðlögun að Evrópu

Punktar

Frábært er, að stjórnkerfið lagi sig að stjórnkerfi Evrópusambandsins. Er raunar betra en sjálf aðildin. Sem er draumur í dós, en stjórnsýslan hér þarf að gerbreytast. Hún þarf að læra evrópska skriffinnsku, sem er traust og haldgóð, gerólík gerræði, rugli, skjalaleysi og heimsku kerfisins hér. Að svo miklu leyti sem umsóknin um aðild felst í aðlögun stjórnkerfisins, er það eitt hið bezta, sem getur komið fyrir þessa aumustu villiþjóð. Ásmundur Einar Daðason er rosalega andvígur aðlögun, sem sannar, að hún er frábær.