Forsendubrestur er tízkuorð, sem hefur meira að segja skotið upp kollinum í dómsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness. Talsmaður neytenda segir úrskurðinn munu hafa áhrif á vísitölutryggingu lána, ekki bara gengistryggingu. Gallinn er sá, að allir öflugir aðilar í kerfinu eru sammála um, að skattgreiðendur borgi tjónið af allri þessari blindu óskhyggju. Allt frá dómi Hæstaréttar um gengistryggingu að dómi héraðsdóms um uppgjör milli verktaka. Bankar borga og ríkið borgar þeim svo að þeir fari ekki á hausinn. Reikningurinn af rugli Hæstaréttar verður sendur skattgreiðendum. Þeir þurfa nú að gera uppreisn.