Steingrínur J. Sigfússon biðst afsökunar á of fáum konum í ríkisstjórninni. Lofar að bæta fljótt úr því. Hann fær tækifæri til þess um áramótin, þegar aftur verður stokkað upp í stjórninni. Hann hefur upp á þrjá stóla að bjóða, stól sinn, stól Ögmundar og stól Jóns Bjarnasonar. Varla býður hann sinn stól, sjálfur hornsteinn ríkisstjórnarinnar. Varla býður hann stól Ögmundar, sem á að vera nýja límið í þingmeirihlutanum. Böndin berast því að Jóni, sem er óvinsælasti ráðherrann síðan Kristján Möller hvarf af vettvangi. Jón er höfuðóvinur neytenda og ber ábyrgð á hnút, sem kominn er á fyrningu kvótans.