Andúð rís á þjóðgörðum

Punktar

Mistekist hafa tilraunir til að fá vit í fyrirhugaðar reglur um þjóðgarðinn umhverfis Vatnajökul. Stjórn friðaða svæðisins hlustar ekki á gagnrýni og fer sínu fram. Hún svarar gagnrýni ekki efnislega, enda getur hún það ekki. Ef svo fer sem horfir, verður fólk andvígt friðun landsvæða. Fasistar hafa komizt til valda og boða og banna eins og þeim þóknast. Því myndast andstaða hinna hófsamari, sem vilja varúð. Því miður hafa sögulausir fasistar tekið völdin í stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs. Ráðherra ber að rífa tillögur þeirra og fresta öllu málinu til síðari tíma. Annars rís hér andúð á þjóðgörðum.