Illugi Jökulsson gróf þessa tilvitnun úr Íslandsklukku Halldórs Laxness: “Þeir segja þau lög ein gildi hjá sér sem sýkna þá af öllum glæpum.” Danskur embættismaður lýsir þarna íslenzkum lagatæknum. Brynjar Níelsson formaður ætti að hengja þetta spakmæli á skrifstofu félags lagatækna. Önnur tilvitnun mætti haga þar líka: “Stunda orðhengilshátt og deila um titlingaskít, sem ekki kemur málinu við; en verði skelfingu lostnir og setji hljóða, hvenær sem komið er að kjarna máls.” Úr Innansveitarkróniku Halldórs Laxness. Gæti verið að lýsa skoðun Brynjars á ónothæfi gamalla laga, sem passa honum ekki.