Hann á ekki að líða fyrir það

Punktar

Spakmælið hljóðaði upprunalega svona: Hann á ekki að líða fyrir það að vera framsóknarmaður. Síðan höfum við heyrt það í ótal myndum: Hann á ekki að líða fyrir að vera bridge-félagi Davíðs, frændi Davíðs, sonur Daviðs. Og svo framvegis endalaust. Niðurstaða spakmælisins er, að þriðjungur embættismanna og dómara eru framsóknarmenn og tveir þriðjungar eru sjálfstæðismenn. Þannig hafa tveir hornsteinar kerfisins verið eyðilagðir. Flest þessara kvígilda eru óhæf til verka og mörg þeirra telja sig ekki þurfa að vinna yfirleitt. Afleiðingin er sú, að ég vantreysti öllum embættismönnum og öllum dómurum.