Fjárlagafrumvarp Steingríms J. Sigfússonar er ömurlegt. Þar er tæpast reynt að hrófla við embættismönnum og lítt þörfum stofnunum. Þess vegna þarf að skera svona mikið niður í heilsunni. Ég hef margoft bent á, að fjölmenn Útlendingastofnun gerir ekkert annað en að segja nei. Til þess þarf ekki fimmtíu lagatækna. Nægir að hafa í ráðuneytinu símsvara, sem segir nei. Ríkið er jafnvel að stofna skaðleg fyrirbæri eins og fjölmiðlanefnd til að ritskoða fjölmiðla. Ríkisapparatið er fullt af embættismönnum, lagatæknum og nefndamönnum. Sparið þar, ekki í heilsu. Þess vegna er frumvarpið ömurlegt.