Atvinna er svo mikil í landinu, að ekki er hægt að manna stöður. Frysti- og sláturhús eru mönnuð útlendingum. Fólk á skrá þiggur ekki vinnu, því að það er orðinn lífsstíll að vera atvinnulaus. Auðmenn eru á atvinnuleysisskrá, því að þeir eru svo gráðugir. Ferðaþjónustan og einkum byggingavinna eru reknar svartar, fólk er á bótum og launum í senn. Vinnumálastofnun hefur gersamlega mistekizt að hafa stjórn á atvinnuleysisskránni. Í raun er hér full atvinna, jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar í atvinnu. Þessi staðreynd endurspeglar bara, að hjól atvinnulífsins snúast af fullum krafti.