Of lítill munur er á botnlaunum og bótum. Fólk vill frekar vera á bótum en að vinna. Atvinnuleysi og örorka eru orðin að lífsstíl. Því þarf að lækka bætur, hækka laun eða hvort tveggja. Með hruni krónunnar hrundu launin líka og útflutningsatvinnuvegir blómstra. Því má ætla, að eðlilegra sé að hækka laun en að lækka bætur. Grátkór atvinnurekenda er þess vegna enn tekinn til starfa til að hindra lagfæringu. Aðalforstjórar verkalýðsrekenda finna hins vegar ekki röddina frekar en fyrri daginn. Orðnir hásir á að heimta meira ál og á að góla undir árásum atvinnurekenda á stjórnvöld. Þeir geta ekki meira.